*

Tölvur & tækni 14. mars 2016

Minecraft opnar á gervigreind

Nú geta forritarar prufukeyrt gervigreindarforrit sín í tölvuleiknum vinsæla Minecraft.

Forriturum verður nú gert kleift að gera tilraunir með gervigreindarforrit í tölvuleiknum vinsæla Minecraft. Microsoft, eigandi tölvuleiksins, gaf út tilkynningu þess efnis að tölvunarfræðingar jafnt sem amatörar gætu prófað sig áfram með gervigreindarforrit sín gegnum leikinn.

Microsoft hélt því þá fram að tölvuleikurinn sé talsvert þróaðri en flest gervigreindarhermiforrit sem fáanleg eru nú til dags, auk þess sem það er talsvert ódýrara en að byggja sér vélmenni.

Aukabúnaðurinn gerir forritaranum kleift að tengja gervigreindina við persónu leiksins og stýra honum um þrívíddarlandslög. Þá getur forritarinn einnig fylgst með því hvernig gervigreindin bregst við áreiti og hlutum í tölvuheiminum.

Stikkorð: Microsoft  • Tölvur  • Þróun  • Tækni  • Minecraft  • Gervigreind  • Forritun
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is