*

Hitt og þetta 22. október 2013

Minjagripir um Georg prins

Blátt og gyllt þema er allsráðandi í minjagripalínu um Georg prins, son Vilhjálms Bretaprins og Kate Middleton, hertogaynju af Cambrigde.

 Á vefsíðunni Royal Collection Trust Shop er að finna aldeilis krúttlega línu sem aðdáendur bresku konungsfjölskyldunnar eiga eflaust eftir kætast yfir.

Línan var hönnuð til að halda upp á fæðingu Georgs, prins af Cambridge. Hlutirnir í línunni eru til dæmis skál, pillubox, bangsi, bolli og desertdiskur. Gripirnir koma í bláu boxi með gyllingu og liggja í fallegu satíni.

Eins og með alla almennilega minjagripi þá er upplagið takmarkað. Tökum skálina sem dæmi. Það verða bara framleidd 500 stykki af henni. Hún er framleidd í Staffordshire þar sem sama aðferð hefur verið notuð við að búa til minjagripi frá konungsfjölskyldunni í 250 ár. Skálin er handmáluð, gyllingin er 22 karata gull og nafnið „Prince George“ er áletrað innan á henni. Skálin kostar 145 pund eða rúmlega 28 þúsund krónur.