*

Sport & peningar 8. október 2011

Minni hagnaður hjá Arsenal

Eiga þó eftir að fá greitt fyrir Cesc Fabregas og Samir Nasri

Ivan Gazidis, stjórnarformaður Arsenal, segir fjárhagslega framtíð félagsins vera góða, þrátt fyrir minnkandi hagnað og veltu. Hagnaður félagsins á síðasta fjárhagsári (sem lýkur í lok maí) var um 15 milljónir sterlingspunda og dróst saman um rúm
70%.

Minnkandi hagnað má fyrst og fremst rekja til launahækkunar leikmanna og sölu eigna sem ekki hefur gengið eftir. Salan á Cesc Fabregas og Samir Nasri fellur ekki inn í þetta fjárhagsár en félagið seldi þá tvo fyrir um 55 milljónir punda.

Stikkorð: arsenal  • sport og peningar