*

Menning & listir 17. júlí 2015

Óvinsælustu íslensku kvikmyndir síðustu 20 ára

Þetta eru þær íslensku bíómyndir sem hlutu minnsta aðsókn í kvikmyndahúsum á tímabilinu 1996-2013.

Ólafur Heiðar Helgason

Mjög mismikil aðsókn er á þær íslensku bíómyndir sem sýndar eru í kvikmyndahúsum. Eins og Viðskiptablaðið greindi frá í gær voru um 80.000 aðsóknir á þær bíómyndir sem mest áhorf var á á tímabilinu 1996-2013, en aðeins um 50 manns sáu þá mynd sem minnst áhorf var á.

Gögn frá Hagstofu Íslands, sem Viðskiptablaðið fékk í dag, varpa frekara ljósi á aðsókn íslenskra kvikmynda á tímabilinu. Frumheimildin er gagnagrunnur SMÁÍS og FRÍSK auk upplýsingar kvikmyndahúsa til Hagstofunnar. Vert er að taka fram að tölurnar taka aðeins til aðsóknar á bíómyndirnar í kvikmyndahúsum hér á landi. 

Sumar af virtustu kvikmyndum Íslandssögunnar eru ekki ofarlega á listanum. Af 87 myndum eru Óskabörn þjóðarinnar í 70. sæti miðað við aðsókn, en aðeins 3.956 manns sáu myndina í kvikmyndahúsum. Einu sæti ofar er myndin Gemsar með 4.137 áhorfendur. Íslenski draumurinn er í 12. sæti, Nói Albinói í 29. sæti og Hross í oss í 34. sæti yfir best sóttu myndirnar, svo dæmi séu tekin.

Að neðan er listi yfir þær 10 íslensku kvikmyndir sem hlutu minnsta aðsókn á tímabilinu 1996-2013. Þær myndstiklur sem fundust á Youtube fylgja með.

 

10. sæti

Á annan veg, 2011. 1.282 áhorfendur.

 

9. sæti

Draumadísir, 1996. 1.142 áhorfendur.

 

8. sæti

Í faðmi hafsins, 2001. 944 áhorfendur.

 

7. sæti

L7: Hrafnar, Sóleyar og Myrra, 2011. 932 áhorfendur.

 

6. sæti

Reykjavík Guesthouse, 2002. 828 áhorfendur.

 

5. sæti

U.S.S.S.S..., 2003. 460 áhorfendur.

 

4. sæti

Gæsapartý, 2001. 265 áhorfendur.

 

3. sæti

Óeðli, 1999. 254 áhorfendur.

 

2. sæti

Þriðja nafnið, 2003. 129 áhorfendur.

 

1. sæti

Blóðhefnd, 2012. 46 áhorfendur.

Stikkorð: Kvikmyndir