*

Tölvur & tækni 2. september 2013

Minnsta bilunin í tölvum frá Samsung

Samsung trónir á toppnum yfir þau fyrirtæki sem framleiða áreiðanlegustu tölvurnar.

Tölvur frá Samsung eru áfram þær áreiðanlegustu á markaðnum í dag og bila minnst, samkvæmt nýjustu áreiðanleikakönnun tölvuviðhaldsfyrirtækisins Rescuecom sem birt var á dögunum.

Samsung er langefst í könnuninni með 874 stig og þar kemur fram að aðeins 1,1% tölva undir merkjum Samsung í Bandaríkjunum þurfti að þjónusta vegna bilana. Fyrirtækið hefur trónað á toppnum í undanförnum könnunum Rescuecom hvað varðar áreiðanleika tölva. Apple er í öðru sæti í nýjustu könnuninni með 503 stig og hefur bætt sig talsvert frá síðustu könnun í ársbyrjun en Apple var þá sjötta sæti. Þjónusta þurfti 5,2% Apple tölva í Bandaríkjunum vegna bilana á sama tíma, samkvæmt könnun Rescuecom.

Lenovo/IBM er í þriðja sæti með 230 stig, Asus er í fjórða sæti með 191 stig, Dell í því fimmta með 56 stig og HP í því sjötta með 53 stig. Aðrir framleiðendur fengu lægri einkunn.

Áreiðanleikakönnun Rescuecom er talin ein sú marktækasta og þekktasta í tækniheiminum. Fyrirtækið skilgreinir nákvæmlega og á hlutlausan hátt áreiðanleika tölva og og þjónustu framleiðenda þeirra.

Listi yfir áreiðanlegustu tölvurnar og stigin í áreiðanleikakönnun Rescuecom:

  1. Samsung (874)
  2. Apple (503)
  3. Lenovo/IBM (230)
  4. Asus (191)
  5. Dell (56)
  6. HP (53)
  7. Toshiba (41)
  8. Acer (21)

Áreiðanleikakönnun Rescuecom

Stikkorð: Samsung  • Rescuecom