*

Bílar 1. mars 2018

Mitsubishi Eclipse og erfðabreytt tryllitæki

Hekla sýnir fjórtán jeppa og jepplinga á stórsýningu og hefur aldrei boðið upp á jafn margar gerðir og nú.

Hekla teflir fram fjórtán jeppum og jepplingum á stórsýningu nk. laugardag kl. 12-16. Fyrirtækið hefur aldrei boðið upp á jafn margar gerðir jeppa og jepplinga og nú.

Frumsýndur verður nýjasti sportjeppinn frá Mitsubishi en hann ber heitið Eclipse Cross. Þessi nýi sportjeppi frá japanska bílaframleiðandanum er með nútímalegar og áberandi línur. Hann er rúmgóður með góða veghæð, hlaðinn búnaði og tæknilega tilbúinn í slaginn. Hinn vinsæli Outlander PHEV, sem var vinsælasti jepplingurinn árisns 2017, verður á staðnum ásamt ASX, Pajero og L200. Að auk prýða tvö erfðabreytt tryllitæki Mitsubishi salinn; 35" breyttur Pajero jeppi og 33" breyttur L200 pallbíll. 

Volkswagen sýnir Tiguan, T-Roc, Amarok og Tiguan Allspace og hjá Skoda leika Kodiaq og Karoq á als oddi en Karoq var frumsýndur síðustu helgi og er alveg brakandi nýr og ferskur. Í Audi salnum á Q-línan sviðið með þeim Q2, Q5 og Q7. Þá verður veltibíllinn á staðnum í húsakynnum Heklu og tekur sýningargesti í snúning.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is