*

Bílar 16. febrúar 2013

Mitsubishi Outlander frumsýndur í dag

Mitsubishi Outlander var frumsýndur á bílasýningunni í Genf á liðnu ári en var frumsýndur á Íslandi í dag.

Þriða kynslóð fjórhjóladrifins Mitsubishi Outlander var frumsýnd á bílasýningunni í Genf á liðnu ári. Bíllinn kom í almenna víða í Evrópu sl. haust og er nú kynntur hér á landi í dag. Hinn nýi Outlander stendur framarlega í flokki ef litið er til vistvænna áhrifa á umhverfið, því bæði nýja MIVEC-bensínvélin og DI-D dísilvélin bjóða upp á áður óþekkta sparneytni og lægri útblástur mengandi efna.

Hinn nýi Outlander er í boði með tveimur vélargerðum, nýrri 2,0 lítra MIVEC bensínvél og 2,2 lítra DI-D dísilvél. Bensínvélin er 150 hestöfl og snúningsvægið er 195 Nm við 4.100 til 4.200 sn.mín. Outlander með 2,2 lítra DI-D dísilvélinni er með samrásarinnsprautun, millikæli og forþjöppu, 150 hestöfl. Snúningsvægi dísilvélarinnar er einnig dágott eða 380 Nm á bilinu 1,500 til 2.750 sn.mín, eftir því hvort bíllinn er sjálfskiptur eða handskiptur.

Outlander er í boði í tveimur stigum búnaðar, "INTENSE" og "INSTYLE", og í boði ýmist 5 eða 7 manna. Báðar gerðir eru hlaðnar búnaði, bæði til þæginda og öryggis.

Báðar gerðir eru með árekstraviðvörunarbúnaði að framan, skriðstilli sem aðlagar sig að ökuhraða og viðvörunarbúnaði, sem varar við ef bíllinn leitar út fyrir akrein í akstri. Báðar gerðirnar eru búnar bakkmyndavél.

Í sjö sæta gerð er hægt að renna sætum í annarri sætaröð sjálfstætt (60:40 skipting) og í þeirri gerð er einnig hægt að halla öftustu sætunum, brjóta saman og setja í geymslustöðu, þegar þau eru ekki í notkun. Instyle er einnig búinn lykillausu aðgangskerfi, rafstýrðum afturhlera og leðursætum ásamt Instyle Rockford hljóðkerfi og beyju- og sjálfstillanlegum framljósum. INTENSE er í boði bæði með bensínvél og dísilvél, en INSTYLE-gerðin aðeins með dísilvél. Outlander er frumsýndur í dag í Heklu.