*

Menning & listir 5. júní 2013

Monty Python-söngleikur á svið í Þjóðleikhúsinu

Hilmir Snær Guðnason leikstýrir söngleiknum Spamalot eftir Monty Python í Þjóðleikhúsinu.

Söngleikurinn Spamalot verður settur á svið í Þjóðleikhúsinu í lok þessa árs. Söngleikurinn kunni byggir á kvikmyndinni „Monty Python and the Holy Grail“ frá árinu 1975 og hefur verið settur á svið víða um heim. „Monty Python er svona grúppa eins og Fóstbræður. Ég var nú í Fóstbræðrum á sínum tima og söngleikurinn minnir svolítið á það. Þetta er álíka aulalegt grín, svo þetta verður þrælskemmtilegt,“ segir Hilmir í viðtali við Fréttablaðið í dag.

Meðal leikara og söngvara verða þau Örn Árnason, Selma Björnsdóttir, Eggert Þorleifsson og Jóhann G. Jóhannsson.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is