*

Matur og vín 20. janúar 2015

Morgunkorn allan daginn

Engin morgunkornsunnandi ætti að láta kaffihúsið við Brick Lane í Lundúnum fara framhjá sér.

Allir unnendur morgunkorns sem eiga leið til Lundúna ættu að heimsækja hið splunkunýja Cereal Killer Café.

Á þessu fyrsta morgunkornskaffihúsi Bretlands, sem stendur við götuna Brick Lane, er að finna meira en 120 tegundir af morgunkorni hvaðanæva að úr heiminum, og 30 mjólkurtegundum til að hella út á það.

Staðurinn er skreyttur gripum frá 9.- og 10. áratug síðustu aldar sem kórónar nostalgíukastið. Og hver sagði að morgunkorn væri bara fyrir morgnana? Hér má fá sér það með góðri samvisku í morgunmat, hádegismat eða kvöldmat.