*

Hitt og þetta 17. maí 2016

Morgunmatur meistaranna

Eftir vinnu mælti sér mót við Tryggva Þorgeirsson forstjóra Sidekick Health.

Eydís Eyland

Tryggvi er læknir og lýðheilsufræðingur og kennir fyrirbyggjandi læknisfræði við Háskóla Íslands og er gestafyrirlesari við Harvard og MIT.

Ertu A eða B manneskja?

Ég er B manneskja í grunninn en börnin mín þrjú hafa einsett sér að breyta því. Hvað borðarðu í morgunmat? Gott svar við þessu væri chia grautur eða jógúrt með berjum og múslí, en það hefur einnig sést til mín með kaffibolla og croissant á bensínstöðvum borgarinnar á leið í vinnuna.

Ertu með ákveðna rútínu á morgnana?

Nei, ég er sáttur ef ég kem börnunum í leikskóla og sjálfum mér í vinnuna.

Ráð fyrir morgunfúla?

Svart kaffi eða þrjú leikskólabörn.

Hvað gerir þú eftir vinnu?

Slaka á heima með fjölskyldunni.

Uppáhaldsbókin þín?

Engin ein uppáhaldsbók en ég las í vetur skálduðu sjálfsævisögur Jóns Gnarr, Indjánann, Sjóræningjann og Útlagann og það er langt síðan ég hef lesið jafn áhugaverðar bækur.

Uppáhaldsstaður á landinu?

Ég á fjölmarga uppáhaldsstaði á Íslandi en annars líður mér óvíða jafn vel og í garðinum okkar á Seltjarnarnesi með fjölskyldunni. 

Hvað myndirðu gera ef þú værir einræðisherra yfir öllum heiminum í 1 dag?

Sem betur fer er það ólíkleg niðurstaða. Veit ekki hvað myndi gerast, ætli lýð heilsunördið í mér myndi ekki setja á sykurskatt á heimsvísu.

Hvern skorar þú á í morgunverð meistaranna með Eftir vinnu?

Borghildi Erlingsdóttur, forstjóra Einkaleyfastofunnar.