*

Matur og vín 23. nóvember 2017

Súkkulaðibitagrautur í öll mál

Bakaður súkkulaðigrautur Röggu nagla.

„Þessi súkkulaðibitagrautur er það sem þeir borða á himnum. Allan daginn. Alla daga. En þessi unaður er ekki einskorðaður við morgunsárið. Hann blífar líka stórfínt sem desert á veisluborðið. Eða sem millimál. Eða bara kvöldmatur. Hey þú ert fullorðinn, þú mátt það,“ segir Ragga nagli eins og hún kallar sig um nýjustu uppskrift sína sem að hún deildi með lesendum sínum á heimasíðu sinni www.ragganagli.com.

Hún segir jafnframt að bakan sé tilvalin til þess að gera í stórum skömmtum. „Því minni tími sem þú ert að snuddast með svuntuna. Því meiri tími aflögu í að vera æðislegur.“

„Þér finnst þú bíta í súkkulaðibitakökuna frá Subway. Eða unaðinn úr Costco. Nema að hér eru engin aukaefni, ekki viðbættur sykur, rotvarnarefni, E-efni eða annað sem maginn hefur ekki græna glóru hvað á að gera við. Kann ekkert að brjóta niður, melta og ferla,“ segir Ragga að lokum um grautinn góða.

Bakaður súkkulaðibitagrautur Naglans

Þurra stöffið
5 dl haframjöl
1 tsk lyftiduft
½ tsk kanill
¼ tsk salt
2 msk NOW erythritol

Blauta stöffið

5 dl möndlumjólk ósætuð Isola græn
1 egg
1 tsk vanilluextrakt
1 msk sykurlaust síróp
1 msk eplamús
1 msk Himnesk hollusta kakónibbur

Valfrjálst: Sukrin melis og möndlumjólk til að drizzla yfir.

Aðferð: Hita ofn í 170 ° C

Dömpa öllum þurrefnum saman í skál

Blanda blauta stöffinu saman í lítinn pott og hita að suðu.

Sáldra haframjölsblöndu í botn á eldföstu móti.

Hella blöndunni í pottinum varlega yfir gumsið.

Sáldra kakónibbum yfir “det hele”

Baka í 20 mínútur eða þar til haframjölið hefur drukkið í sig vökvann.

Leyfa að kólna í c.a 10-15 mínútur áður en þessi dásemd er skorin í bita og notið í fullkominni núvitund. Hægt og rólega. Algjörlega kjarnaður og zenaður.

https://ragganagli.com/2017/11/23/bakadur-sukkuladibitagrautur/