*

Tölvur & tækni 1. september 2014

Moto 360 snjallúrið

Motorola vinnur að gerð snjallúrs sem er væntanlegt á markað.

Í næstu viku vænta menn þess að Motorola sleppi Google-snjallúrinu Moto 360 út á markaðinn, en hingað komið ætti gripurinn að kosta í námunda við 50.000 kr. nema tollstjóri flokki það mjög frumlega.

Hvort það á eftir að reynast notadrýgra en önnur snjallúr til þessa (sem raunar hafa ekki verið mjög snjöll) mun vafalaust koma brátt í ljós, en með því á Google a.m.k. möguleika á að ná forskoti á þessum nýja markaði.

Eftirvæntingin eftir hinu goðsagnakennda en óboðaða iWatch frá Apple minnkar þó varla mikið.

Stikkorð: Motorola  • Moto 360