*

Hitt og þetta 19. mars 2016

Mottukeppninni lokið

Alls söfnuðust 6,4 milljónir króna í Mottukeppni Mottumars.

Eydís Eyland

Kristján Björn Tryggvason sigraði Mottukeppni Mottumars með yfirburðum en hann safnaði um 1,6 mkr. Þetta er í sjötta skipti sem Kristján Björn tekur þátt í áheitakeppni Mottumars en alls hefur hann safnað um 5 mkr í keppninni í heildina. Jakob Jóhannsson, formaður stjórnar Krabbameinsfélagsins afhenti verðlaunin. Alls hafa safnast um 6,4 mkr í keppninni en áfram er tekið við framlögum á mottumars.is

 

Einstaklingskeppni

1. Kristján Björn Tryggvason – safnaði kr. 1.582.843 kr.  

2. Arnar Hólm Ingvason – safnaði 268.500 kr.

3. Sturla Magnússon – safnaði 116.139 kr. 

 

Liðakeppni:

1. Alcoa – söfnuðu 668.000 kr.

2. Actavis – söfnuðu 476.500 kr. 

3. Síminn þjónustuver - söfnuðu 348.233 kr.