*

Heilsa 22. júní 2014

Mount Blanc næst á dagskrá

Í Mount Blanc hlaupinu eru hlaupið í gegnum þrjú lönd, Frakkland, Sviss og Ítalíu.

Sigurður Hrafn Kiernan mun taka þátt í Laugavegshlaupinu í sumar en eftir það fer hann til Chamonix ásamt Elísabetu Margeirsdóttur í hlaup sem heitir Ultra Trail Mount Blanc. Hlaupið er hringinn í kringum fjallið Mount Blanc og er hlaupið í gegnum þrjú lönd, Frakkland, Sviss og Ítalíu. Það hlaup er jafn langt og hlaupið á Mount Fuji í Japan.

Sigurður Hrafn og Elísabet tóku þátt í Ultra Trail Mt. Fuji í apríl á þessu ári ásamt þeim Berki Árnasyni og Stefáni Bjarnasyni. Hlaupið var í kringum fjallið en það voru samtals 170 kílómetrar og upphækkun samanlögð 10 kílómetrar. Hlaupið var á annan sólarhring í magnaðri náttúru um eitt fallegasta fjall í heimi að sögn Sigurður. „Hlaupið gekk mjög vel og var unaður að hlaupa í þessu fallega umhverfi. Punktakrafan í það voru 3 punktar og væri til dæmis hægt að safna þeim með því að taka þátt í 11 Esjuferðum og síðan fara í Laugavegshlaupið sem gefur einn punkt.” 

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast tölublaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.

Stikkorð: Hlaup