*

Hitt og þetta 23. september 2004

MP3 spilarar í mikilli uppsveiflu

Heimsmarkaður fyrir MP3 tónlistarspilara verður í mikilli uppsveiflu á næstu árum og verður kominn í 58 milljarða dollara árið 2008, að mati greiningarfyrirtækisins IDC. Eitt stærsta atriðið í greiningu fyrirtækisins er sú yfirvofandi samkeppni sem iPod spilarinn frá Apple stendur frammi fyrir en talið er að nokkrir framleiðendur markaðssetji lófaspilara fyrir tónlist sem byggja á eins tommu eða minni hörðum diskum.

Fyrir iPod myndu slíkir spilarar veita Apple spilaranum mikla samkeppni, að því er fram kemur í ZDNet.

Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Tæknivals.