*

Bílar 4. ágúst 2018

MS fékk tíu Renault og Dacia bíla

Mjólkursamsalan, MS, fékk nýverið afhenta tíu nýja bíla af tegundinni Renault og Dacia frá BL sem notaðir verða af sölufulltrúum MS.

Mjólkursamsalan, MS, fékk nýverið afhenta tíu nýja bíla af tegundinni Renault og Dacia frá BL sem notaðir verða af sölufulltrúum MS. Um er að ræða NÍU Renault Captur sem sölufulltrúar fyrirtækisins í Reykjavík fá til afnota í stað eldri Clio-bíla sem keyptir voru fyrir þremur árum, og einn Dacia Duster sem sölufulltrúar hjá MS á Akureyri hafa þegar fengið til afnota.

Aðalsteinn H. Magnússon, yfirmaður söluog markaðssviðs MS, tók nýlega við bílunum fyrir hönd MS þegar Jóhann Berg Þorgeirsson, söluráðgjafi hjá fyrirtækjaþjónustu BL afhenti bílana formlega. Aðalsteinn segir bílum söludeilda MS ekið 25-30 þúsund km á ári, eða alls yfir 250 þúsund enda heimsæki sölufulltrúar reglulega mikinn fjölda viðskiptavina um allt land, þótt álagið sé mest á höfuðborgarsvæðinu. 

Renault reynst okkur vel

„Renault hefur reynst okkur vel vegna hagkvæms rekstrarkostnaðar, sérstaklega hvað varðar litla eldsneytiseyðslu og mengun. Þegar kom að endurnýjun lá beinast við að skoða hvað Renault hefði að bjóða og þá leist okkur best á Captur, sem er léttur og lipur jepplingur á mjög hagstæðu verði,“ segir Aðalsteinn. Hann segir fjölbreyttari og umhverfisvænni orkulausnir áhersluatriði í umhverfisstefnu MS og því sé fylgst náið með þróun mismunandi orkugjafa þegar kemur að fjárfestingu í nýjum ökutækjum með tilliti til þess hvað henti best hverju sinni.

Nánar er fjallað um málið í Atvinnubílar, fylgiriti Viðskiptablaðsins.  Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér