*

Hleð spilara...
Bílar 4. júní 2013

Mun Cadillac CTS ná fótfestu á Íslandi?

Þriðja kynslóðin af Cadillac CTS er á leið í búðir. Lítið fer fyrir lúxusmerkinu hér á landi og aðeins hefur einn bíll verið fluttur inn í ár.

Þriðja kynslóðin Cadillac CTS var frumsýnd í mars. Bíllinn er boðinn bæði með 2 lítra, fjögurra strokka og 3,6 lítra V6 vél sem skilar 318 hestöflum.

Nýja kynslóðin er lengri og lægri en forverinn. Cadillac CTS er í sama stærðarflokki og BMW 3, Mercedes-Benz C, Audi A4 og Lexus IS. Bílablaðamaður hefur ekki prófað nýja bílinn en sá eldri er þægilegur í akstri, snarpur og rásfastur.

Í samanburði þá fjóra bíla sem nefndir voru að framan er hann hins vegar minni og þrengri. Úr því virðist hafa verið bætt úr með nýrri kynslóð.

Aðeins einn Cadillac hefur verið fluttur inn það sem af er ári og aðeins sex bílar allt árið í fyrra sem er í takt við innflutninginn síðustu ár.  

Spurningin er hvort Cadillac muni ná fótfestu á Íslandi með nýjum CTS. Ef horft er til fortíðar er það ósennilegt en bílarnir hafa batnað mjög, eru minni og eyðslugrennri en eldri gerðir og því ekki hægt að útiloka neitt. 

Stikkorð: Cadillac