*

Bílar 30. september 2012

Mun flelri bílar seldir í ár

Allt árið í fyrra voru seldir 5431 bíll. Á fyrstu níu mánuðum ársins seldust 6757 bílar.

Í septembermánuði seldust 514 nýir bílar sem er 65% aukning í samanburði við sama mánuð í fyrra. Heildarsala nýrra bíla fyrstu 9 mánuði ársins er 6757 bílar en til samanburðar voru 5431 bíll seldur allt árið í fyrra.

Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, greinir frá þessu á bloggsíðu sinni. „Þrátt fyrir þessa aukningu er bílasala enn lítil í sögulegu samhengi og til samanburðar er árleg meðalsala undanfarin 40 ár tæpir 10 þúsund bílar. Líklegt er að heildarsalan á árinu verði um 7600 bílar,“ segir hann.

Stikkorð: Bílar  • Egill Jóhannsson