*

Tölvur & tækni 14. maí 2015

Mun iPhone slá fleiri sölumet?

Sérfræðingar hafa spáð að 250 milljónir iPhone 6 símar muni seljast á árinu.

Sala á iPhone 6 gengur ennþá umfram vonum. Sala á snjallsímanum á síðasta ársfjórðungi skilaði hæsta ársfjórðungshagnaði hjá nokkuru fyrirtæki nokkurn tímann fyrir framleiðandann Apple. UBS spáir því að sala á öðrum ársfjórðungi þessa árs verð hærri en nokkur átti von á. 

UBS telur að Apple muni selja 51,1 milljón iPhone 6 síma á öðrum ársfjórðungi, í samanburði við spár um 45 milljónir. Rekja má velgengni fyrirtækisins að miklu leyti til aukinnar sölu í Kína, þar sem Apple tók nýverið krúnuna af Xiaomi sem vinsælasta snjallsíma fyrirtæki landsins.

Í síðasta mánuði spáði sérfræðingur frá Piper Jaffray, Gene Munster, því að sölutímabil iPhone 6 væri frábrugðið öllum öðrum sölutímabilum hjá Apple og að þrátt fyrir sölumet væri fólk að vanmeta hversu vel varan muni seljast. Hann telur að 250 milljónir iPhone 6 símar gætu selst á árinu. 

Sala á iPhone símum fer vaxandi í Evrópu, þar sem Apple einbeitir markaðsherfð sinni að því að sannfæra fólk um að henda Android stýrikerfinu og fá sér iOS.

Stikkorð: Apple  • iPhone 6