*

Veiði 16. júní 2013

Mun minni sala á veiðileyfum en áður

Aðalorsökina á vak við dræmari sölu er að finna í efnahagsumhverfinu samkvæmt starfsmanni SVFR.

Sala á veiðileyfum hefur hrunið fyrir þetta sumar og hefur er hún um 20-30% minni en á sama tíma í fyrra, segir Haraldur Eiríksson, markaðs- og sölufulltrúi Stangaveiðifélags Reykjavíkur, í samtali við Viðskiptablaðið. Hann segir dræma veiði í fyrra eiga hlut í máli. „En ég held að aðalorsökina sé að finna í efnahagsumhverfinu hér heima og erlendis," segir Haraldur. Hann segir áhugamenn um stangveiði breyta hegðun sinni og hafa fært sig yfir í ódýrari leyfi.

Verð á leyfum lækkar

Að sögn Haraldar eru sum ársvæði svo gott sem uppseld en það á helst við um svæði þar sem fylgir með veiðihús og því enginn aukakostnaður fyrir hendi. Stærri og þekktari svæði á borð við Laxá í Aðaldal og Norðurá eru ekki í jafn góðum málum. „Það hjálpar heldur ekki til, eins og í Aðaldal, að kostnaður við að koma sér á staðinn hefur aukist," segir Haraldur sem nefnir eldsneytiskostnað sem dæmi.