*

Sport & peningar 8. júlí 2013

Murray gæti halað inn ríflega níu milljarða á ári

Sigur bretans Andy Murray á Wimbledon í gær mun margfalda árslaun hans.

Bretar hafa fagnað sigri Andy Murray í Wimledonmótinu í tennis, enda er þetta í fyrsta skipti í 77 ár sem breti sigrar í einmenningskeppni karla á Wimbledon.

Murray sjálfur hefur einnig sérstaka ástæðu til að fagna árangrinum því sigurinn mun hafa gríðarleg áhrif á persónuleg fjármál hans, þótt hann hafi vissulega ekki verið á flæðiskeri staddur fyrir.

Í frétt Bloomberg segir að Murray megi búast við því að árslaun hans þrefaldist við sigurinn, enda muni fyrirtæki slást um að fá hann til að auglýsa vörur sínar. Fyrir sigurinn í gær voru árslaun Murrays um 12 milljónir dala á ári og eru auglýsingar og sigurlaun þar talin með. Í frétt Bloomberg er haft eftir Nigel Currie, framkvæmdastjóra markaðsstofunnar brandReport, að nú geti Murray halað inn allt að 74 milljónum dala á ári, andvirði um 9,3 milljarða króna.

Stikkorð: Andy Murray  • Tennis  • Wimbledon