*

Menning & listir 1. júní 2018

Mynd Baltasars fær misjafna dóma

Kvikmynd Baltasars, sem heitir Adrift, verður frumsýnd í Bandaríkjunum í dag.

Adrift, nýjasta Hollywood kvikmynd Baltasars Kormáks Baltasarssonar, hefur fengið misjafna dóma hjá gagnrýnendum erlendis. 

Myndin sem skartar Shailene Woodley og Sam Claflin í aðalhlutverkum, fjallar um ástfangið par sem lendir í miklum sjávarháska.

Gagnrýnendur Guardian og Rolling Stone gefa myndina góða dóma. Hjá Guardian fær myndin 4 stjörnur af fimm mögulegum og Rolling Stones gefur myndinni 3 stjörnur af 4 mögulegum.

Gagnrýnendur WSJ og NY Times eru hins vegar ekki eins jákvæðir og gefa myndinni frekar slæma dóma. Gagnrýnandi NY Times telur myndina vera aðeins slakari en miðlungsmynd og telur ýmislegt vanta í myndina. Gagnrýnandi WSJ er á því máli að sögupersónur myndarinnar skemmi söguna.

Kvikmyndin verður frumsýnd í Bandaríkjunum í dag.