*

Menning & listir 8. júní 2013

Mynd um töffara sem er gerð af töffara fyrir töffara

2 Guns sem er leikstýrð af Baltasar Kormáki verður frumsýnd í sumar.

„Þetta er mynd sem er gerð af töffara, um töffara og er fyrir töffara," segir Guðmund-ur Breiðfjörð, markaðsstjóri kvik-myndadeildar Senu, um myndina 2 Guns sem er leikstýrt af Baltasar Kormáki og verður frumsýnd í ágúst. Hún er á meðal þeirra mynda sem Sena ber mestar vonir til að beri upp kvikmyndaaðsókn í sumar.

Guðmundur segir sumarið ekki fæla fólk frá því að fara í bíó heldur trekki góðar myndir alltaf að sama hvenær þeir séu sýndar. Myndir Senu verða meðal annars sýndar í Háskólabíói og Smárabíói í sumar.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Þar er meðal annars fjallað um myndir sumarsins og hvaða áherslur eru í Bíó Paradís sem fer aðrar leiðir en flest önnur kvikmyndahús hér á landi. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér.

Stikkorð: Kvikmyndir