*

Hitt og þetta 22. nóvember 2013

Myndarammar úr fylgjum

Hönnuðinum Amöndu Cotton blöskraði þegar hún sá hve miklum úrgangi var hent eftir fæðingar og ákvað að nýta hann. Í myndaramma.

Fylgjan hefur í gegnum tíðina verið elduð, borðuð og notuð í hárvörur. Amanda Cotton, hönnuður hefur fundið enn eitt hlutverk fyrir fylgjuna en það er að nota hana í myndaramma.

Amanda notar frosnar fylgjur úr konum til að móta myndarammana. Hún fékk hugmyndina að verkefninu þegar hún bjó með ljósmóður fyrir ári. Það var þá sem hún komst að því hve miklum úrgangi var hent eftir fæðingar: „Ég hugsaði sem svo: Hvers vegna að nota ekki þennan úrgang í eitthvað?“ segir Amanda í viðtali við The Guardian.

Amanda hefur notað fylgjur úr dýrum við að þróa tæknina við gerð myndarammanna. Hér má lesa nánar um aðferðina sem notuð er til að búa þá til.

Stikkorð: Hönnun