
Þýski bílaframleiðandinn Daimler hefur birti fyrir stundu myndir af Mercedes-Maybach S-Class. Bíllinn er 35 cm lengri en hefðbundna flaggskip Mercedes Benz.
Daimler segir að bíllinn sé hljóðlátasti lúxusbíll í heimi og hann eigi sér enga beina samkeppni, þar sem hann verður verðlagður fyrir neðan ofurlúxusbílana frá Rolls-Royce og Bentley, og fyrir ofan lúxusbíla fram þýsku keppinautunum Audi og BMW.
Bíllinn verður í boði með 455 og 530 hestafal vélum og verður í boði með fjórhjóladrifi frá um mitt næsta ár.
Bíllinn var frumsýndur í Bandaríkjunum og Kína næstum samtímis. Það hvað Kínamarkaður er mikilvægur í huga bílaframleiðenda.
Daimler hefur ekki birt upplýsingar um verð bílsins.