*

Tölvur & tækni 31. ágúst 2012

Myndir birtast af nýjustu gerð iPhone - myndir

Biðin eftir sjöttu kynslóðinni af iPhone-símanum er mikil eins og með allar vörur Apple.

Apple hefur verið alræmt fyrir mikla leynd þegar kemur að vörum sem enn á eftir að kynna. Þegar Tim Cook tók við sem forstjóri Apple sagði hann að engin breyting yrði gerð á því. Þvert á móti gaf hann í og lagði áherslu á að framfylgja henni. 

Þrátt fyrir yfirlýsingar forstjórans hafa birst myndir af því sem talið er vera sjötta kynslóð iPhone-símans á frönsku tæknifréttasíðunni nowhereelse.fr. Miðað við þær fréttir sem borist hafa og myndirnar er greinilegt að breytingar verða gerðar á útliti símans. 

Þar ber helst að nefna:

  • Lengri skjár, úr 3,5 tommu í 4 tommu skjá
  • Afturhluti símans verður að hluta til úr gleri og að hluta til áli
  • Hann verður enn þynnri
  • Nýtt "dock" tengi. Skipt út 30 pin yfir í annað hvort 19 pin eða 9 pin
  • Heyrnatólatengið verður fært frá efri hluta símans á neðri. 

iPhone 4 og iPhone "5"

Bakhluti iPhone 4 og iPhone "5"

Stikkorð: Apple  • iPhone 3G  • iPhone 5  • iPhone 4