*

Menning & listir 4. júní 2020

Útgáfuhóf Eddu Hermanns - Myndir

Stórglæsilegt útgáfuhóf var haldið á Vinnustofu Kjarvals vegna bókarinnar Framkomu eftir Eddu Hermannsdóttir.

Edda Hermannsdóttir hélt útgáfuhóf vegna bókarinnar Framkomu, sem kom út í vor. Margt var um manninn í hófinu, sem haldið var á Vinnustofu Kjarvals við Austurvöll í vikunni.

Í bókinni Framkomu, sem Salka gefur út, er farið yfir grundvallaratriði þess að koma sér á framfæri á fjölbreyttum vettvangi. Í bókinni eru ráð og æfingar til að bæta framkomu en einnig skemmtilegar reynslusögur um það sem betur hefði mátt fara.