*

Hitt og þetta 13. desember 2018

Myndir: Glæsiíbúðir í Austurhöfn

Íbúðirnar verða allar hinar glæsilegustu og að sögn byggingaraðila eru sett ný viðmið í frágangi og efnisvali.

Eins og Viðskiptablaðið greindi frá í gær þá mun á fyrri hluta næsta árs 71 ný íbúð í Austurhöfn fara á sölu, en Austurhöfn er við gömlu höfnina í miðbæ Reykjavíkur. Íbúðirnar verða allar hinar glæsilegustu og að sögn byggingaraðila eru sett ný viðmið í frágangi og efnisvali. 

Hér að neðan má sjá nokkrar tölvugerðar myndir sem sýna hvernig íbúðirnar munu koma til með að líta út. Auk þess má sjá mynd af því hvernig íbúðahúsið mun líta út að utan.

Eldhús íbúðanna verður nútímalegt og stílhreint.

Útsýnið úr stofunni er ekki amalegt.

Nokkrar tveggja hæða íbúðir á efstu hæðum byggingarinnar eru bæði með útsýni yfir Hörpuna og yfir garð sem tilheyrir Austurhöfn.

Stikkorð: Austurhöfn