*

Hitt og þetta 22. október 2013

Myndir sem yfirvöld í Norður-Kóreu reyndu að eyða

Þegar sænskur blaðamaður yfirgaf Norður-Kóreu reyndu landamæraverðir að eyða myndum af myndvél hans. En það mistókst.

Johan Nylander er sænskur blaðamaður sem var eini blaðamaðurinn frá Vesturlöndum sem fékk áritun inn í Norður-Kóreu til að fjalla um alþjóðlega hjólakeppni frá Kína inn í Norður-Kóreu nú í september. 

Hér má lesa ferðasögu hans þar sem hann ferðaðist um þetta lokaðasta ríki heims. Hann fékk leiðsögumann og bílstjóra og var sagt að hann mætti taka myndir eins og honum sýndist. En þegar hann var á leið aftur inn í Kína var myndavélin tekin af honum og þeim myndum, sem landamæravörðunum fannst óviðeigandi eða þóttu sýna landið í óvönduðu ljósi, var eytt. 

Johan dó þó ekki ráðalaus, fékk aðstoð frá tölvusérfræðingi í Hong Kong og náði öllum myndunum tilbaka. Í myndasafninu hér að ofan má sjá myndirnar sem Johan tók og stjórnvöld reyndu að eyða. CNN fjallar um málið á vefsíðu sinni í dag

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Norður-Kórea