*

Sport & peningar 29. október 2019

Myndir: Útgáfuhóf Klopp - Allt í botn!

Bók íþróttafréttamannsins Raphael Honigstein um Jürgen Klopp knattspyrnustjóra Liverpool er komin út á íslensku.

Fjölmenni var í útgáfuhófi á nýrri bók „Klopp – Allt í botn!“, sem fjallar um hinn litríka Jürgen Klopp knattspyrnustjóra Liverpool. Útgáfuhófið var haldið í Eymundsson Austurstræti síðastliðinn föstudag.

Höfundur bókarinnar um Klopp er Raphael Honigstein, kunnur íþróttafréttamaður og verðlaunaður bókarhöfundur. Hann þræðir örlagarík augnablik á ferli þessa kraftmikla þjálfara og talar við tugi samferðamanna hans, vini og fjölskyldu. Þýðandinn Ingunn Snædal las úr bókinni við þetta tækifæri. Það er Útgáfan sem gefur út bókina.

Stöðugur straumur af fólki lá í Eymundsson meðan á útgáfuhófinu stóð.

Þýðandinn Ingunn Snædal las upp úr bókinni af mikilli innlifun viðstöddum til góðrar skemmtunar.

Guðjón Norðfjörð, Gunnar Breiðfjörð og Hulda Ingvarsdóttir.

Gróttumennirnir Davíð Sverrisson, Þorsteinn Stefánsson og Ingólfur Garðarsson

Ilmur Kristjánsdóttir  leikkona og Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri nutu sín í góðum félagsskap.

Pétur Blöndal með frænku sinni Ragnhildi Lilji og parinu Magnúsi Júlíussyni og Guðrúnu Gígju Guðnadóttur.

Lýður Þorgeirsson, Þorsteinn V. Snædal og Pétur Blöndal eru dyggir aðdáendur Liverpool.

Gísli Pálsson, Hildur Ragnars, Anna Ólöf Sveinbjörnsdóttir og Ragnar Þór Ólason

Anna Sigríður Arnardóttir, Árni Hauksson, Páll Sigvaldason og Magnús Björnsson

Huldar Breiðfjörð, Sverrir Briem og Benedikt Sigurðsson.