*

Menning & listir 25. ágúst 2013

Myndlist á netinu

Amazon hóf nýverið sölu á myndlist á vefsvæði sínu en hún mun að öllum líkindum ganga illa vegna vanþekkingar fyrirtækisins á eðli listmarkaðarins.

Það hefur vakið furðu margra hvað listheimurinn hefur tekið langan tíma að ná fótfestu á netinu. Þessi staða er sérstaklega undarleg fyrir þær sakir að netviðskipti eru orðin daglegt brauð flestra og listmarkaðurinn er farinn að velta stöðugt meira fé með hverju árinu sem líður.

Á dögunum reið Amazon hins vegar á vaðið og gefur nú viðskiptavinum sínum kost á að kaupa myndlist í gegnum vefsvæði sitt í samstarfi við í kringum 150 gallerí. Þar geta þeir sett í körfu sína, ásamt bókum og hárþurrkum, listaverk eftir Matisse og Warhol á meðal verka eftir ýmsa minna þekkta listamenn.

Ítarlega frétt  má lesa í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð.