*

Veiði 26. desember 2012

Mýrarkvísl friðuð að mestu í sumar

Áin verður aðeins opin í 15 daga til þess að fá upp í rekstrarkostnað.

Útboð Mýrarkvíslar á dögunum gekk ekki sem skyldi, sex tilboð bárust en aðeins tvö í samræmi við útboðsgögn og ekkert þeirra stóð undir væntingum. Því verður áin friðuð næsta sumar, utan 15 daga sem seldir verða upp í rekstrarkostnað.

Í frétt á síðunni votnogveidi.is segir að af þeim sex tilboðum sem bárust hafi aðeins tvö verið samkvæmt útboðslýsingu og hafi þetta valdið veiði­ félaginu vonbrigðum, enda áin skemmtileg veiðiá með miklu magni af urriða.

Stikkorð: Veiði