*

Heilsa 13. apríl 2013

Næringarráð síðustu 30 árin eru ekki að gera sig

Höfundur bókar um lágkolvetnafæði segir að mikilvægt sé að breyta um lífsstíl til að léttast.

Gísli Freyr Valdórsson

„Nýlegar rannsóknir sýna fram á kosti þess að borða lágkolvetnafæðu og sænsk læknasamtök hafa á síðustu árum lofað þennan lífsstíl,“ segir Gunnar Már Sigfússon, líkamsræktarþjálfari og heilsuráðgjafi. Hann hefur jafnframt skrifað bókina Lág kolvetna lífsstíllinn. Í bókinni kynnir hann lífsstílinn sem fylgir því að borða lágkolvetna fæði auk þess sem finna má fjölda uppskrifta af þar til gerðum réttum. Bókin hefur rokselst og er nú uppseld hjá útgefanda. Von er á nýrri prentun.

Gunnar Már segir í samtali við Viðskiptablaðið að bókin byggi fyrst og fremst á mataræði sem hann kynntist þegar hann bjó í Svíþjóð, umræddu lágkolvetnisfæði (LCHF).

Fæðið felur í stuttu máli í sér að borða mat sem byggir á lágu kolvetna innihaldi, eins og nafn bókarinnar gefur til kynna, en hærra hlutfall af fitu. Þetta skili einstaklingum betri árangur við þyngdarstjórnun og betri heilsu.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð.