*

Tölvur & tækni 13. júní 2014

Nærri helmingur eigenda PS4 áttu ekki PS3 áður

Af eigendum PS4 höfðu 31% aldrei átt PlayStation tölvu áður.

Byggt á tölum frá Sony hefur komið fram að nánast þriðjungur allra PlayStation 4 eigenda áttu ekki PlayStation 3. Megnið af þeim áttu aftur á móti Xbox 360 eða Nintendo Wii leikjatölvu. Þetta kemur fram í frétt á vef leikjafrétta.

John Koller, forstöðumanns PlayStation hjá Sony, segir einnig allt að 31% PS4 eigenda aldrei hafa átt PlayStation tölvu áður. Þá hafa jafnframt 17% eigenda tölvunnar aldrei átt neina leikjatölvu frá fyrri kynslóð og þýðir það að nærri helmingur allra PS4 eigenda áttu ekki PS3 fyrir.

Sömu tölur benda einnig til þess að megnið af núverandi eigendum PS4 séu þeir einlægustu, þ.e.a.s þeir sem hafa mest gaman af því að spila tölvuleiki yfir höfuð. Nú sé hins vegar komið að því að það nái yfir til fleiri spilara, t.a.m þeirra sem verja ekki eins miklum tíma í tölvuleiki og aðrir.

Stikkorð: Sony  • PlayStation 4