*

Tölvur & tækni 21. júlí 2012

Næsta kynslóð Office í skýjaborgum netsins

Snerting, netþjónustur og hirslur í skýjaborgum netsins eru það sem koma skal í Office og gott betur.

Andrés Magnússon

Steve Ballmer, forstjóri Microsoft, kynnti í vikunni næstu útgáfu hugbúnaðarpakkans Office, sem gert er ráð fyrir að komi út á næsta ári.

Office, sem inniheldur meðal annars forrit á borð við ritvinnsluna Word, töflureikninn Excel og kynningarforritið PowerPoint, er vinsælasti forritavöndull heims. Meira en milljarður manna notar hann að staðaldri og salan á honum er stærsti tekjuþáttur hugbúnaðarrisans, um 15 milljarðar dala á ári hverju. Það kann að breytast nú.

Microsoft hefur að undanförnu kynnt framtíðarsýnina þar á bænum, eins og hún krystallast í stýrikerfinu Windows 8 og í nýrri sókn á sviði síma og spjaldtölva.  Greinilegt er að nýi Office-pakkinn er miðaður við slíka vinnslu frá grunni. Hann verður mjög samþættur Windows 8 og Ballmer lagði áherslu á að Office væri ekki aðeins fyrir atvinnulífið, breytt samfélagsgerð þýddi að Office væri ekki síður notað á heimilum, af námsmönnum o.s.frv.

Hin nýja útgáfa Office miðast öll við að unnt sé að nota hana með snertingu, sem gleður vafalaust þá sem nota snjallsíma eða spjaldtölvur (iPad) en snertifletir hafa einnig rutt sér rúms við.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.

Stikkorð: Microsoft  • Office  • Steve Ballmer