*

Ferðalög & útivist 6. apríl 2013

Næstum uppselt til Tenerife

Steinunn Tryggvadóttir hjá Úrval Útsýn segir ganga betur að bóka í sólarlandaferðir í sumar en í fyrra.

„Það gengur mjög vel að bóka í sólarlandaferðirnar. Það gekk líka vel í fyrra en það gengur enn betur í ár,“ segir Steinunn Tryggvadóttir, sölustjóri hjá Úrval útsýn, spurð um stöðuna á sólarlandaferðum í sumar.

Steinunn segist taka eftir því að í ár sé meira um að fjölskyldur séu á leið til sólarlanda: „Ætli það sé ekki bara þráin hjá fólki að fara með fjölskyldurnar sínar í frí. Það er kannski búið að vera heima síðustu sumur og er tilbúið að fara út í sumar.“

Steinunn segir Tenerife vera vinsælasta áfangastaðinn og fyrir því séu nokkrar ástæður: „Veðurfarið er heppilegt, það er ekki of heitt og ekki mikill raki. Eyjan er falleg, fólk fær góðan mat, góða hvíld og við erum búin að vera þarna lengi með ferðir svo gistingarnar eru skotheldar. Síðan er það líka þannig að þeir sem fara til Tenerife vilja oft bara fara aftur.“

Stikkorð: Tenerife  • Úrval Útsýn