*

Menning & listir 2. febrúar 2013

Næturvaktin í útrás

Næturvaktin er komin langt út fyrir bensínstöðina við Laugaveg. Nú eru þættirnir í þróun í Evrópu og Bandaríkjunum.

Næturvaktin heldur sigurgöngu sinni áfram. Nú þegar hafa þættirnir verið endurgerðir í Noregi og heita Nattskiftet. Í kjöl­farið er Næturvaktin einn­ig í þróun í Svíþjóð, Finnlandi, Danmörku, Belgíu, Hollandi, Bretlandi og Bandaríkjunum. Viðræð­ur standa enn fremur yfir í átta löndum til viðbótar.

En það er ýmislegt annað í gangi hjá Saga film. Fyrir­tækið kynnti Pressu 4 og Rétt 3 í stórum mannfagn­aði sem haldinn var á föstu­daginn síðastliðinn. Sam­kvæmt heimildum Viðskiptablaðsins verða sömu lykilpersónur í þáttunum tveimur en þó gætu áhorfendur hugsanlega feng­ið að sjá einhver ný andlit.

Dagsetning á frumsýningartíma er ekki enn komin á hreint svo fólk þarf bara að fylgjast vel með.

Aðdáendur Vaktaþáttanna geta hér séð brot úr Næturvaktinni.

Stikkorð: Næturvaktin