*

Tíska og hönnun 11. september 2013

Nágrannarnir voru Goldman og Sachs

Á 72. stræti vestan megin við Central Park er aldeilis hægt að hafa það huggulegt í fallegu fimm hæða húsi.

Í einni af frægustu götunum vestan megin við Central Park er gullfalleg eign til sölu. Húsið er af gerð sem kallast Town House og er hluti af raðhúsalengju. Það er á fimm hæðum og var byggt árið 1891 af arkitektinum Gilbert A. Schellenger sem sérhæfði sig einmitt í byggingu slíkra húsa.

Eignin var síðar tekin í gegn af Ward Bennett sem er þekktur fyrir evrópskari stíl. Um allt hús má finna smáatriði og hönnun sem er hvergi að finna á nútímaheimilum. Í baðherbergjunum eru innréttingar úr London Savoy hótelinu og gluggarnir, sem ná frá gólfi og upp í loft eru franskir og einstaklega smekklegir.

Í húsinu eru sjö svefnherbergi, fimm baðherbergi, þakgarður, lyfta, 9 arnar og bakgarður svo fátt eitt huggulegt sé nefnt. Viðargólfin á fyrstu fjórum hæðunum eru öll upprunaleg og hafa verið gerð upp.

Nánari upplýsingar um þessa rosalegu eign má finna hér en hún kostar tæpa 2,2 milljarða króna. 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: New York  • Goldman Sachs  • Huggulegt