*

Menning & listir 22. september 2012

Nanna Bryndís: „já Apple, það er snilld“

Kynningarmyndbandið fyrir Iphone sem lag Of Monsters and Men er notað undir hefur verið spilað yfir 5 milljónum sinnum.

„Við erum hjá Sony sem sér um að koma okkur í kvikmyndir, þætti og slíkt og þeir komu þessu í gangi. Spurðu okkur hvort
að við vildum ekki vera í Apple auglýsingu eða kynningarmyndbandi. En við vissum samt ekki hvað þeir ætluðu að auglýsa. En við hugsuðum með okkur, já Apple, það er snilld. Við fáum eitthvað gott út úr því. Við vissum ekkert að þetta yrði fyrir nýja Iphone-inn,“ segir Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, söngkona Of Monsters and Men en lag þeirra, Dirty Paws, má heyra í kynningarmyndbandi fyrir Iphone 5 sem Apple kynnti til sögunnar í síðustu viku og sjá má hér fyrir neðan. Þess má geta að myndbandið hefur verið spilað meira en 5,3 milljón sinnum á Youtube þegar þetta er skrifað.

Góð kynning

„Það er algjör snilld og risastórt dæmi. Þetta er auðvitað Apple og svo stórt batterí. Það er gaman að fá að hljóma þarna undir,“ segir Nanna um hvernig það sé að heyra lag þeirra hljóma undir kynningunni. Aðspurð játar hún því að um sé að ræða góða kynningu fyrir hljómsveitina. „Það er allavega búið að vera nógu mikið um það að fólk sé að tala um þetta.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.


Stikkorð: Apple  • Of Monsters and Men  • Iphone 5