*

Ferðalög 26. janúar 2013

Nanna: Kaffið var hreinasti ruddi

Fátt er jafn þreytandi og að heimsækja leiðinleg lönd.

Lára Björg Björnsdóttir

Viðskiptablaðið heyrði í nokkrum einstaklingum og forvitnaðist um hvaða lönd hafa ekki slegið í gegn hjá þeim.

„Ef ég miða bara við persónuleg kynni mín af landinu, sem er mjög ósanngjarnt, þá verð ég að segja Finnland,“ segir Nanna Rögnvaldardóttir, rithöfundur og eldabuska. Nanna kom stuttlega við í Finnlandi á leið sinni til Pétursborgar fyrir tíu árum:

„Ég fór út úr flugstöðinni beint í rútu sem ók rakleiðis í átt að landamærum Rússlands. Þetta var að vetri til og ég sá ekkert nema snjó og endalausar raðir af trjám meðfram veginum og svo kom myrkur. Við stoppuðum í þjóðvegasjoppu sem var svo kuldaleg að nýi Staðarskáli er eins og kósí kaffihús í samanburði. Ég var að vonast til að geta smakkað sýnishorn af finnskum hversdagsmat en það finnska sjoppufæði sem þarna var á boðstólum … ég nöldra stundum yfir því að íslenskar þjóðvegasjoppur selji ekkert nema hamborgara en ég hefði verið fljót að panta mér einn slíkan ef hann hefði verið í boði þarna. Ég endaði með einhverja minnst spennandi samloku sem ég hef smakkað. Og kaffið var hreinasti ruddi.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum Tölublöð hér að ofan.

Stikkorð: Finnland  • Ferðalög