*

Ferðalög 28. júlí 2012

Narfastaðir með 2,7 milljóna króna hagnað

Skuldir Ferðaþjónustunnar Narfastöðum ehf. lækkuðu á milli ára úr 30,6 milljónum króna í 25,3 milljónir.

Ferðaþjónustan Narfastöðum ehf., sem rekur samnefnt gistiheimili og veitingastað á Narfastöðum á Laugum, skilaði 2,7 milljóna króna hagnaði í fyrra, samanborið við 11,4 milljóna hagnað árið 2010. Skuldir fyrirtækisins lækkuðu hins vegar milli ára og fóru langtímaskuldir úr 30,6 milljónum króna í 25,3 milljónir. Rekstrarhagnaður í fyrra nam 8,6 milljónum krónum, en var 15,6 milljónir árið 2010.

Stikkorð: Narfastaðir