*

Hitt og þetta 23. júlí 2013

Nasistakaffihús lokar í Indónesíu

Eigandi kaffihúss í Indónesíu með nasistaþema hefur ákveðið að loka því en kaffihúsið hefur vakið hörð viðbrögð.

Henry Mulyana, eigandi kaffihússins Soldatenkaffee í Vestur-Java, höfuðborg Bandung héraðs í Indónesíu, hefur ákveðið að loka kaffihúsi sínu en kaffihúsið var með nasistaþema.

Henry fundaði með yfirvöldum og yfirmanni ferðamála í landinu og á þeim fundi var Henry ráðlagt að breyta nafni og þema kaffihússins. Yfirvöld höfðu áður lýst yfir áhyggjum vegna kaffihússins og óttuðust að það mundi leiða til aukins kynþáttahaturs í borginni sem er vinsæll ferðamannastaður.

Kaffihúsið opnaði árið 2011 en nasistaþemað hefur vakið hörð viðbrögð í Indónesíu og víðar. Alls kyns munir frá tímum nasista voru til sýnis á kaffihúsinu og einnig hékk málverk af Adolf Hitler uppi á vegg. 

Það ótrúlegasta í þessu öllu er líklega sú staðreynd að eigandinn, Henry, segist ekki vera aðdáandi nasista heldur notaði hann munina og skrautið til að laða að viðskiptavini.

Þetta er í annað skiptið í þessum mánuði sem minningar um nasisma valda usla í Suðaustur Asíu en í síðustu viku neyddust skólayfirvöld til að biðjast afsökunar á stóru auglýsingatjaldi þar sem búið var að mála mynd af Adolf Hitler með Superman og öðrum ofurhetjum. Sagt var að nemendur hefðu málað myndina án þess að fatta að hún gæti hneykslað fólk. 

Sjá nánar hér á The Guardian.

Stikkorð: nasistar  • Indónesía