*

Tölvur & tækni 24. júní 2013

Nemendur Los Angeles fá allir spjaldtölvu

Allir nemendur Los Angeles borgar munu innan tíðar fá spjaldtölvu frá skólayfirvöldum.

Skólayfirvöld í Los Angeles hafa pantað iPad eða spjaldtölvu fyrir alla nemendur í borginni. Þetta þykir stórsigur fyrir Apple sem vonaðist alltaf til þess að spjaldtölvan myndi leysa skólabókina af í kennslustofunni.

Menntaráðið Los Angeles samþykkti kaupin á þriðjudaginn síðast liðinn en kostnaðurinn við verkefnið eru 30 milljónir dalir. Í fyrstu verða pantaðar 31 þúsund spjaldtölvur en á svæðinu eru yfir 640 þúsund nemendur í fimm ára bekk og upp í 12. bekk.

Samkvæmt tölum frá Apple þá eru um 10 milljónir spjaldtölva í notkun í skólum í dag. Með þessari áætlun skólayfirvalda í Los Angeles verður skólakerfi borgarinnar það stærsta í Bandaríkjunum þar sem allir nemendur nota spjaldtölvu.

Stuff.co.nz segir frá málinu á vefsíðu sinni hér

Stikkorð: Apple  • Spjaldtölva