*

Menning & listir 20. september 2018

Netflix sýnir „Lof mér að falla" áhuga

Lof mér að falla sló í gegn á kvikmyndahátíðinni í Toronto og er að vekja gríðarlega athygli erlendis.

Lof mér að falla sló í gegn á kvikmyndahátíðinni í Toronto og er að vekja gríðarlega athygli erlendis og nú ljóst að hún á eftir að ferðast um heimsbyggðina á næstu vikum og mánuðum því viðræður eru langt komnar við fyrirtæki í mörgum stærstu mörkuðum heims eins og Frakklandi, Þýskalandi, Englandi, Danmörku og Bandaríkjunum þar sem Netflix eru að skoða myndina og hafa sýnt henni mikinn áhuga og mjög forvitnir um þau gríðarlega sterku viðbrögð sem myndin hefur fengið hér á landi og í Toronto.

Eftir kvöldið í kvöld verða ca. 30,000 gestir búnir að upplifa þessa mögnuðu mynd í kvikmyndahúsum landsins á innan við tveimur vikum sem er magnaður árangur. Lof mér að falla hefur fengið einróma lof gagnrýnenda og gesta - hér heima og erlendis. 

Leikstjóri, aðalleikarar og framleiðendur fylgja myndinni svo eftir á kvikmyndahátíðina Busan í S-Kóreu þar sem Lof mér að falla mun taka þátt í World Cinema hluta hátíðarinnar. Busan er stærsta kvikmyndahátíð Asíu og fer fram 4.-13.október - þetta er Asíu frumsýning myndarinnar.   

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is