*

Bílar 22. júlí 2012

Nettur sportjeppi frá Audi

Ætlunin er að Audi Q3 keppi við BMW X1.

Nýjasta gerð Audi er sportjeppinn Q3 sem er í raun minni útgáfa af hinum vinsæla Q5 sem kom á markað árið 2009. Audi Q3 er nettur og lipur og með sportlega hönnun. Ætlunin er að Audi Q3 keppi við BMW X1 en þessir tveir lúxusbílaframleiðendur ætla greinilega í harða baráttu um markaðinn fyrir smærri sportjeppa.

Audi Q3 er einungis boðinn í 2.0TDI quattro, 170 hestafla útfærslu hér á landi samkvæmt upplýsingum frá Heklu, umboðsaðila Audi á Íslandi.

Stikkorð: Audi