*

Bílar 13. september 2016

Nettur sportjeppi frá BMW

BMW frumsýnir X2 á bílasýningunni í París.

BMW mun frumsýna nýjasta afkvæmi sitt X2 hugmyndabílinn á bílasýningunni í París sem hefst í byrjun næsta mánaðar. Um er að ræða nettan sportjeppa sem er mitt á milli X1 og X3 að stærð. Þessir bílar hafa verið vinsælir hjá BMW og eru með þeim söluhæstu í BMW línunni hér á landi. Hann verður í boði með dísil vélum með forþjöppu sem munu skila frá 136 til 230 hestöflum.

Búist er við að X2 verði í boði bæði með framhjóla- og fjórhjóladrifi. Bíllinn er enn á hugmyndastigi en talið er að hann sé nálægt fullmótaður og fari í framleiðslu á næsta ári. X2 verður líkur litla bróður X1 í mörgu m.a. í innréttingunni og er ekki leiðum að líkjast enda hefur litli X1 sportjeppinn komið mjög vel út. Búast má fastlega við að M sportutgáfa verði síðar í boði af þessum nýja X2 en M deildin er sportbíladeild BMW.

Stikkorð: BMW  • jeppi  • X2