*

Hitt og þetta 29. júní 2004

Netviðskipti tvöfaldast í Danmörku

Netviðskipti hafa tvöfaldast í Danmörku á síðustu árum og þar spáir sérfræðingur því að í framtíðinni verði hefðbundnar verslanir aðeins sýningargluggar fyrir vörur. Á fyrstu þremur mánuðum ársins er veltan í dönskum Netviðskiptum rúmir 10 milljarðar íslenskra króna. Símafyrirtækin eru stórtæk á Netviðskiptum og talið er að fjórðungur allra ferðalaga sé tilkominn fyrir atbeina Netsins.

Samkvæmt nýrri könnun Hagstofunnar hér heima höfðu 30% íslenskra Netnotenda keypt vöru eða þjónustu á Netinu á þriggja mánaða tímabili fyrir framkvæmd könnunarinnar. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Tæknivals.