*

Tölvur & tækni 15. nóvember 2012

Nexus 4 snjallsíminn uppseldur í heiminum

Síminn kostar um helmingi minna en iPhone 5 þegar ekki er gerður samningur við símfyrirtæki.

Nexus 4 farsíminn frá Google er uppseldur í heiminum öllum, að því er kemur fram í frétt cNET. Þetta hefur vakið furðu sumra, þar sem á pappírnum virðist fátt sem aðskilur þennan snjallsíma frá öðrum símum af nýjustu tegund. Hann er með fjögurra kjarna 1,5 Ghz örgjörva, tveggja gígabæta innra minni og 8 gígabæta geymsluminni. Þá er hann með 4,7 tommu skjá og hægt er hlaða rafhlöðu símans þráðlaust. Þessi síðasti liður er í raun það eina sem gerir símann sérstakann þegar horft er á vélbúnaðinn.

Verðlagningin er hins vegar annað mál. Síminn kostar 299 dali, andvirði um 39.000 króna, út úr búð, en ólíkt flestum öðrum farsímum, sem seldir eru í Bandaríkjunum þá þarf kaupandinn ekki að binda sig í samning við símfyrirtæki. Snjallsíminn iPhone 5 frá Apple kostar í samanburði um 600 dali ef ekki er skrifað undir samning.

Stikkorð: Snjallsímar  • Nexus 4