*

Bílar 9. mars 2015

Niðurskurður hjá Tesla

Rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla fækkar starfsfólki í Kína um 30 prósent vegna dræmrar sölu.

Elons Musk, forstjóri Tesla Motors, greindi frá því í byrjun janúar að sala rafmagnsbíla í Kína hefði verið dræm, þar sem bifreiðakaupendur hafa áhyggjur af því hvernig þeir geta hlaðið bílana. Í dag segir Bloomberg frá því að fyrirtækið hyggist fækka starfsfólki um 30%, eða úr 600 í 420.

Í þessu sambandi vitnar Bloomberg í kínverska dagblaðið Economic Observer. Samkvæmt dagblaðinu verður starfsfólki í söludeild fækkað um helming en einnig veðrur fólki fækkað í öðrum deildum fyrirtækisins eins og markaðsdeildinni. Þá verður fólki í stjórnunarstöðum fækkað.

Bifreiðamarkaðurinn í Kína er sá stærsti í heimi og hóf Tesla hóf sölu á rafmagnsbílum í landinu í fyrra. Fyrirtækið er með níu bílaumboð í sex kínverskum borgum.