*

Veiði 14. júní 2014

Nighthawk er hrikalega sterk

Hitch-túban er ein af uppáhalds laxaflugum Ásgeirs Heiðars.

Ásgeir Heiðar er ótrúlega lunkinn veiðimaður. Í fyrra veiddi hann einn allra stærsta lax sem veiðst hefur í íslenskri laxveiðiá. Veiðiblað Viðskiptablaðsins fékk hann til að velja sínar fimm uppáhalds laxaflugur.

„Fyrstu fluguna skal nefna Nighthawk á krók númer 16. Þessi fluga hefur reynst mér gífurlega vel, en ég á það til að stækka hana upp í 12 seinnipart ágúst þegar allt er orðið fullt af seiðum.

Hitch-túban er ómissandi. Ég hnýti hana sjálfur, hef hana stutta, aðeins svört íkornahár og tvo silfurþræði og loka efri opinu með því að hita það og þrýsta á flöt í nokkrar sek. Ég vil hafa hana lítið dressaða og úr efni sem ekki dregur í sig vatn. Hrikalega sterkt verkfæri sem hefur gefið mér óteljandi laxa.

G.P. Special nota ég í staðinn fyrir Sunray, hún gerir sama gagn. Fann svona túbu í grasinu í Álabökkum í Kjósinni, setti hana undir og landaði 16 flottum fiskum í beit á staðnum. Ég reyndi síðan að finna svipað efni til að hnýta eftir og hef notað þessa með góðum árangri,“ segir Ásgeir

Nánar er fjallað um fimm bestu laxveiðiflugurnar í Veiðiblaði Viðskiptablaðsins sem kom út 12.júní 2014. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Stikkorð: Veiði  • stangveiði  • Laxveiði